Bærinn á
langa sögu. Fyrst hét hann Vellir og er nefndur því nafni í máldaga ( eignasafn
) Holtskirkju frá um 1270. Jörðin
nefndist kirkjujörð en ekki hjáleiga og var eign Holtskirkju. Bæjarheitið er
skráð Vallnatún í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og heldur því
tíðast á skrám og bókum. Í daglegu tali
er oftast sagt Vallatún. Bærinn stendur
syðst og austast í Holtshverfinu og ber hátt; liðnar aldir hafa smátt og smátt
mjakað bæjarstæðinu upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur lifað lífi sínu á
þessum stað, fæðst, starfað og dáið. Árið 1703 voru fjórir búendur í
Vallnatúni, árið 1816 voru þeir fimm. Hélst sú tala fram um miðja öldina. Úr því fer búendum að fækka á bæjarhólnum,
uns aðeins einn er eftir, 1888. Vorið
1919 reistu bú í Vallnatúni, Tómas
Þórðarson frá Varmahlíð og Kristín Magnúsdóttir frá Ysta-Skála og héldu þar bú
í 40 ár eða til hausts 1959 er þau brugðu búi og fluttu að Skógum.
Fengið úr bók Þórðar Tómassonar, Austan blakar laufið, 1969.
Fengið úr bók Þórðar Tómassonar, Austan blakar laufið, 1969.