Vallnatún
  • Heim
  • Saga Vallnatúns
    • Amma og afi.
    • Systkynin frá Vallnatúni
  • Myndir
    • Myndir
  • Ljóð ofl.
  • Um síðuna.
  • Tenglar.
    • Tg-travel. Ice climbing and more.
    • Félagshús Flatey
    • Eyjafjöll
    • Drangshlíð
  • Umhverfið.
Bærinn á langa sögu. Fyrst hét hann Vellir og er nefndur því nafni í máldaga ( eignasafn ) Holtskirkju frá um 1270.  Jörðin nefndist kirkjujörð en ekki hjáleiga og var eign Holtskirkju. Bæjarheitið er skráð Vallnatún í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og heldur því tíðast á skrám og bókum.  Í daglegu tali er oftast sagt Vallatún.  Bærinn stendur syðst og austast í Holtshverfinu og ber hátt; liðnar aldir hafa smátt og smátt mjakað bæjarstæðinu upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur lifað lífi sínu á þessum stað, fæðst, starfað og dáið. Árið 1703 voru fjórir búendur í Vallnatúni, árið 1816 voru þeir fimm. Hélst sú tala fram um miðja öldina.  Úr því fer búendum að fækka á bæjarhólnum, uns aðeins einn er eftir, 1888.  Vorið 1919  reistu bú í Vallnatúni, Tómas Þórðarson frá Varmahlíð og Kristín Magnúsdóttir frá Ysta-Skála og héldu þar bú í 40 ár eða til hausts 1959 er þau brugðu búi og fluttu að Skógum.

Fengið úr bók Þórðar Tómassonar, Austan blakar laufið, 1969. 

Powered by Create your own unique website with customizable templates.