Vallnatún
Heim
Saga Vallnatúns
Amma og afi.
Systkynin frá Vallnatúni
Myndir
Myndir
Ljóð ofl.
Um síðuna.
Tenglar.
Tg-travel. Ice climbing and more.
Félagshús Flatey
Eyjafjöll
Drangshlíð
Umhverfið.
Tómas framan við smiðju sína í Skógum.
Ort í tilefni 80 ára afmælis Tómasar Þórðarsonar, af Séra Sigurði Einarssyni sóknarpresti í Holti.
Séra Sigurður Einarsson með son sinn, Stein Hermann.
Þig beygir ekki þreytan ára
og þú hefur ótrauður getað
staðið þar fast sem brotnaði bára
og bratta hamra fetað.
Slegið að morgni margan skára
og málminn hamrað og steypt,
sopið á skál og skellt undir nára
og skeiðandi fáki hleypt
Og það skal sagt hér upp yfir alla
að ansi var stundum gaman,
að hittast og syngja,spila og spjalla
og spekúlera saman.
Bjartur er sjór og fagurt til fjalla
svo frítt er að líta um sviðið.
En eyfellskir hugir frá hæðunum kalla,
til hamingju! - þökk fyrir liðið.